Algengar spurningar


Þarf ég leyfi til að leigja út eignina mína til skamms tíma?

Öll útleiga til skamms tíma er leyfisskyld. Við erum þér innan handar við umsókn um viðeigandi leyfi, hvort sem það er fullgilt gistileyfi eða 90 daga gistileyfi.

Hvað get ég gert ef eignin verður fyrir skemmdum í útleigu?

Ef notast er við markaðssíður á borð við Airbnb þá er hægt að senda inn kröfu (e. claim) ef gestir hafa skemmt eitthvað í eigninni. Við mælum þá alltaf með því að þú hafir samband við þitt tryggingarfélag og sjáir hvaða tryggingar eru í boði fyrir eignir í skammtímaleigu. Við stærra tjón eru líkur á að það falli undir almenna heimilistryggingu og aðstoðum við einnig við það.

Þarf ég að greiða skatta af leigutekjunum?

Leigutekjur á Íslandi eru skattskyldar. Fjallað er um skattlagningu leigutekna á vef sýslumanns www.heimagisting.is en þar er tekið fram að tekjur einstaklinga af útleigu sem fellur undir heimagistingu teljast vera fjármagnstekjur og eru skattlagðar á sama hátt og aðrar slíkar tekjur. Ekki er heimilt að færa neinn frádrátt á móti tekjunum. Gera þarf grein fyrir tekjunum í skattframtali (reitur 511) og er skatturinn ákvarðaður við álagningu. Við álagningu 2019 er skatthlutfallið 22% af tekjunum.

Hámarksfjárhæð tekna af heimagistingu getur ekki orðið hærri en 2.000.000 kr. á ári og er þá miðað við tekjur samtals ef um er að ræða útleigu á fleiri en einni eign. Fari fjárhæðin umfram 2.000.000 kr. telst vera um að ræða tekjur af atvinnurekstri og þarf að gera grein fyrir þeim í skattframtali sem slíkum.

Frekari upplýsingar um fjármagnstekjur má finna hér:

https://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradraettir/fjarmagnstekjur/

Fyrir frekari upplýsingar um skattheimtu vísast til embættis ríkisskattstjóra, www.rsk.is.

Hvað kostar að byrja?

Hjá okkur er engin startkostnaður. Okkar þjónusta er þannig uppsett að við tökum aðeins prósentu af innkomu og því er enginn falinn kostnaður. Myndataka, uppsetning á síðum, ráðgjöf og þrif er alltaf innifalið og því þarf aldrei að greiða aukalega fyrir það.

Hvenær fæ ég greitt?

Allar leigutekjur fara inn á reikning í þinni umsjón. Við sendum svo reikning fyrir okkar þjónustu mánaðarlega.

Á hvaða svæðum starfar Dekura?

Við störfum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Gran Canaria. Fyrir nánari upplýsingar um þjónustu Dekura á Gran Canaria, vinsamlegast heimsækið dekura.es.

Hvað þarf eign að hafa til að vera tilbúin fyrir skammtímaleigu?

Allar eignir eru misjafnar. Við erum með ítarlega gátlista sem gott er að hafa við höndina þegar er verið að gera íbúðina klára til skammtímaleigu. Við aðstoðum við allt ferlið.

Er þjónusta Dekura fyrir mig?

Við höfum áralanga reynslu af rekstri útleigueininga allt frá litlum íbúðum uppí stór gistiheimili. Því er ekkert verkefni of smátt eða stórt.

Hvernig verðleggið þið eignina mína?

Við notumst vid sérhæfðan hugbúnað sem mælir framboð og eftirspurn á því svæði sem þín eign er á ásamt því að styðjast við áralanga reynslu á sviði verðstýringar. Við finnum besta verðið sem miðar að því að hámarka nýtingu og tekjur af eigninni.

Hvers vegna ætti ég að eiga viðskipti við Dekura?

Við erum lítið en öflugt fyrirtæki með yfir fimm ára reynslu af skammtímaleigu eigna og öllu sem því fylgir. VIð leggjum mikið upp úr því að veita persónulega og góða þjónustu og erum með teymi af sérhæfðu starfsfólki sem veitir bestu þjónustu sem völ er á.