20140301_Trade-151_0124-copy.jpg

Við höfum milligöngu um
kaup og sölu fasteigna.


Fasteignaviðskipti

Við höfum fundið fyrir aukinni þörf viðskiptavina okkar fyrir að hafa milligöngu um kaup og sölu fasteigna. Við höfum því hafið samstarf við fasteignasölurnar Kjöreign á Íslandi og Nordic Way á Kanaríeyjum.

Á meðan eignir eru í sölumeðferð bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á að hafa tekjur af eignum sínum, allt frá skammtíma til langtímaleigu. Þannig samtvinnum við útleigu og sölu eignarinnar svo að eignin skapi tekjur í stað þess að standa tóm á meðan á ferlinu stendur.

Með því að hafa alla þjónustuna undir sama þaki minnkum við flækjustig og auðveldum ferlið fyrir fasteignaeigandann.

20140301_Trade-151_0124-copy.jpg

Kjöreign, fasteignasala

Á Íslandi störfum við með fasteignasölunni Kjöreign, en um er að ræða þá fasteignasölu landsins sem hefur verið starfandi hvað lengst, en hún var stofnuð árið 1976 og hefur verið með starfsstöð í Ármúla 21 frá upphafi.

Starfsfólk Kjöreignar býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á sviði fasteignaviðskipta og er lögð áhersla á persónulega þjónustu og fagmennsku.

Davíð Karl Wiium, ein stofnenda Dekura, hefur yfirumsjón með eignum í söluferli hjá okkur og sér til þess að salan gangi hratt og örugglega fyrir sig.

20140301_Trade-151_0124-copy.jpg

Nordic Way

Á Kanaríeyum störfum við með fasteignasölunni Nordic Way, sem stofnuð var af Birgittu Pétursdóttur sem hefur búið og starfað á Kanaríeyjum í hátt í áratug.

Nordic Way veitir alhliða þjónustu til væntanlegra kaupenda og seljenda, allt frá kaupum, sölu og langtímaleigu til aðstoðar við flutninga (relocation services) og er með starfsemi á Gran Canaria, Tenerife og Fuerteventura.

20140301_Trade-151_0124-copy.jpg

“It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world. Whatever it is, the way you tell your story online can make all the difference.”

— Squarespace