68673327_10215092375931284_5726888785233313792_o.jpg
 

Um Dekura

Dekura er vaxandi fyrirtæki sem var stofnað árið 2014 af þeim Davíð Vilmundarsyni og Davíð Karl Wiium, sem báðir eru lögfræðingar að mennt. Við sérhæfum okkar í að aðstoða fasteignaeigendur sem eru að leitast eftir þjónustu frá rótgrónu fyrirtæki til að sjá um og leigja út fasteignir sínar í skammtímaleigu með árangursríkum hætti. Við leggum mikið upp úr því að eiga í góðum samskiptum við hvern og einn fasteignaeiganda sem til okkar leitar og er markmiði að aðstoða þá við að hámarka tekjur sínar af skammtímaútleigu og minnka um leið streituna sem því fylgir.

Dekura teymið

Dekura teymið samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Við höfum ástríðu fyrir ferðalögum og áhuga á öllu er viðkemur fasteignum, sölu þeirra og útleigu. Við nálgumst þau verkefni sem við tökum að okkur með drífandi metnaði og það að markmiði að skara framúr og hámarka velgengni viðskiptavina okkar.

DSC06429.jpg


Davíð Karl Wiium

Meðstofnandi Dekura slf. og Dekura Homes S.L.

Davíð Karl er með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nám til löggildingar fasteigna- og skipasala.

Hann starfaði um árabil sem sölumaður fasteigna og býr yfir dýrmætri þekkingu á öllu því sem tengist fasteignum, staðsetningu og verðmæti þeirra.

David+Vilmundarson+Dekura.jpg

Davíð Vilmundarson

Meðstofnandi Dekura slf. og Dekura Homes S.L.

Davíð hefur komið að stofnun og rekstri ýmissa fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins. Hann starfaði áður sem kerfisstjóri og hefur yfir 10 ára reynslu á því sviði.

Davíð er með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og býr yfir sérþekkingu á sviði leyfismála og rekstri gististaða.

 
15994997_10154286279532896_3434709140456606977_o.jpg

Þórunn Jónsdóttir

Meðstofnandi og framkvæmdastjóri Dekura Homes S.L.

Þórunn er með áratugalanga reynslu af rekstri nýsköpunarfyrirtækja og yfir 20 ára reynslu af þjónustustörfum. Hún hefur leiðbeint nemendum í nýsköpun og stofnun fyrirtækja við Vefskólann, Tækniskólann og Háskólann í Reykjavík og er með Bsc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

18300850_10211505122119812_3951620034126230907_n+%281%29.jpg

Gabrielle Harnden

Þjónustustjóri Dekura.

Gabrielle er með víðtæka reynslu í viðburðastjórnun, bókunarþjónustu og þjónustu við viðskiptavini. Hún starfaði sem viðburða- og þjónustustjóri hjá stóru, alþjóðlegu viðburðafyrirtæki í heimalandi sínu, Nýja Sjálandi, til fjölda ára áður en hún fluttist til Íslands árið 2018.